Hvað er Blekótek?

UM OKKUR

Allt heima gert!

Blekótek varð til út frá listrænum áhuga okkar vinanna, Kjartan og Elísabet. Við höfum ánægju af því að skapa skemmtilegar og einstakar hannanir sem við sjálf prentum á boli, taupoka, nælur og límmiða. 

att.iZZaxXGlv0yZCP_qepBig8YrTq09i8ziG1ZQOvu9mn0 (1).jpg__PID:641a9f1d-13b4-4ca7-af09-eade4090f35e
458618697_993317349149970_9041071257822500962_n.jpg__PID:457e0342-0430-4716-b573-e720d0353b61

HANNANIRNAR OKKAR

Hinsegin,skynsegin,kynsegin?

Hver hönnun er vandlega unnin, gjarnan í samstarfi með hæfileikaríkri vinkonu okkar, Elínu. Hannanirnar ýta undir líflega sjálfstjáningu og fagna fjölbreytileikanum. Þemur sem m.a. snúa að því að vera hinsegin, kynsegin, skynsegin eða bara hvernig sem maður sjálfur er. Hannanir okkar eru gjarnan skemmtileg blanda af spúkí og krúttó myndum, og eru fullkomin viðbót fyrir fólk sem vill lífga upp á hversdagslúkkið eða bæta í límmiðasafnið!

KOMDU OG HITTU OKKUR!

Markaðir, Artópía og pop up

Við erum reglulega með á mörkuðum þar sem hægt er að skoða vörurnar okkar og mögulega næla sér í eitthvað sniðugt! Við tökum reglulega þátt í Artópíu Art market í Höfuðstöðinni eða á LOFT. 

459293682_26861164213527336_1481940016851339819_n.jpg__PID:e720d035-3b61-4275-ad52-7b6dee65d31b